Tónsnillingaþættir: Mozart
eBook - ePub

Tónsnillingaþættir: Mozart

  1. 6 pages
  2. English
  3. ePUB (mobile friendly)
  4. Available on iOS & Android
eBook - ePub

Tónsnillingaþættir: Mozart

About this book

Wolfgang Mozart er eitt þekktasta nafn tónlistasögunnar. Mozart var undrabarn og vann fyrir sér og fjölskyldu sinni áður en hann komst á táningsár. Tónlist hans er vel þekkt í dag, verk hans eru notuð í afþreyingu fyrir börn jafnt sem fullorðna og sumir vilja meina að börn verði gáfaðari á því að hlusta á Mozart. Serían fjallar um helstu tónsnillinga allt frá árunum 1525-1907. Hún er byggð á skrifum Theodórs Árnasonar sem var íslenskur tónlistarmaður. Fjallað er um líf tónskálda og verk þeirra. Bókin kom fyrst út árið 1966.

Frequently asked questions

Yes, you can cancel anytime from the Subscription tab in your account settings on the Perlego website. Your subscription will stay active until the end of your current billing period. Learn how to cancel your subscription.
At the moment all of our mobile-responsive ePub books are available to download via the app. Most of our PDFs are also available to download and we're working on making the final remaining ones downloadable now. Learn more here.
Perlego offers two plans: Essential and Complete
  • Essential is ideal for learners and professionals who enjoy exploring a wide range of subjects. Access the Essential Library with 800,000+ trusted titles and best-sellers across business, personal growth, and the humanities. Includes unlimited reading time and Standard Read Aloud voice.
  • Complete: Perfect for advanced learners and researchers needing full, unrestricted access. Unlock 1.4M+ books across hundreds of subjects, including academic and specialized titles. The Complete Plan also includes advanced features like Premium Read Aloud and Research Assistant.
Both plans are available with monthly, semester, or annual billing cycles.
We are an online textbook subscription service, where you can get access to an entire online library for less than the price of a single book per month. With over 1 million books across 1000+ topics, we’ve got you covered! Learn more here.
Look out for the read-aloud symbol on your next book to see if you can listen to it. The read-aloud tool reads text aloud for you, highlighting the text as it is being read. You can pause it, speed it up and slow it down. Learn more here.
Yes! You can use the Perlego app on both iOS or Android devices to read anytime, anywhere — even offline. Perfect for commutes or when you’re on the go.
Please note we cannot support devices running on iOS 13 and Android 7 or earlier. Learn more about using the app.
Yes, you can access Tónsnillingaþættir: Mozart by Theódór Árnason in PDF and/or ePUB format, as well as other popular books in Media & Performing Arts & Music. We have over one million books available in our catalogue for you to explore.

Information

Wolfgang Amadé Mozart

1756—1791

H ANN hét raunar fullu nafni Jóhannes Chrysotomus Wolfgang Þeofilus, en skrifaði sig ætíð Wolfgang Amadé. Síðara nafnið er hin franska mynd latneska nafnsins Amadæus, sem þýðir, „sá, sem guðirnir elska“ eins og gríska nafnið Þeofilus. Mozart var fæddur í Salzburg í Alpafjöllum Austurríkis 27. jan. 1756. Faðir hans, Leopold Mozart, var maður vel mentaður. Hann hafði upphaflega stundað lögfræðinám, en horfið frá því og síðan gefið sig að tónlist. Hann varð allmikils metinn tónfræðingur, var ágætur fiðluleikari og tónskáld, og um þær mundir, sem Wolfgang fæddist, gegndi hann hljómsveitarstjórastarfi við hirð erkibiskupsins í Salzburg, en fékst auk þess mikið við kenslu. — Móðir Wolfgangs var vel ættuð og greind kona. Hún hét Anna María Pertlin, var ástrík móðir og eiginkona og ráðdeildarsöm húsmóðir. Eina dóttur áttu þau hjón, sem hét María Anna og var kölluð Nannerl, og var hún nokkuð eldri en Wolfgang. Heimili Mozarts fjölskyldunnar var annálað fyrirmyndar- og regluheimili um alla hluti og voru þó efnin jafnan lítil, því að það vildi við brenna þá eigi síður en nú, að bág væru kjör hljómlistarmanna og þó öllu erfiðari en nú gerist.
En Wolfgang litli átti því láni að fagna, að alast upp í hollu, andlegu andrúmslofti, og réði það auðvitað miklu um það, hve vel döfnuðu og fengu notið sín hinar frábæru gáfur hans og hæfileikar og hver maður hann varð, þegar fram liðu stundir.
Það, sem fært hefir verið í letur um bernskuár Wolfgang Mozarts, er miklu líkara fögru og skemtilegu ævintýri en raunveruleik. Sögurnar sumar, sem af honum eru sagðar, frá þeim árum, þykja harla ótrúlegar. En jafnvel þær, sem ótrúlegastar þykja, byggjast á skriflegum og prentuðum skilríkjum, sem enn eru til og flest eru geymd á einum stað, sem sé í Mozarts-safninu í Salzburg.
Það er sagt, að Wolfgang hafi verið tæpra fjögra ára, þegar hann lék sér að því að hafa eftir systur sinni, Nannerl, æfingar þær og smálög, sem hún var að fást við á slaghörpuna. Þegar faðir hans tók fyrst eftir þessu og fór að segja honum til, sem hann taldi þó fremur til gamans en gagns þá, því Wolfgang litli var svo smáhentur, að hann náði tæplega yfir fjóra „tangenta“ eða lykla á hljómborðinu, — þá rak hann í rogastanz yfir því, hve ótrúlega fljótur snáðinn litli var að ráða við viðfangsefnin, og glöggur var skilningur hans á því, sem honum var sagt, og það leið ekki á löngu, að hann bæri af Nannerl, sem þó var eldri, eins og áður er sagt, og gædd ágætum hæfileikum.
Mozart hinn eldri lét þá ekki standa á því að reyna að glæða þessa gáfu, sem hann þóttist finna hjá drengnum sínum og temja hana svo vel, sem bezt mætti verða. Og til þess að geta gefið sig óskiftur að þessu verkefni, sagði hann nú lausu starfi sinu við hljómsveit erkibiskupsins. Naut hann til þess fulltingis og nokkurs styrks Herbensteins nokkurs greifa, sem var vinur hans og aðdáandi, og reyndist honum jafnan haukur í horni.
Honum var það að visu ekki óljúft, að þurfa ekki að eiga frekari mök við erkibiskup þenna, sem jafnan hafði sýnt honum og öðrurn listamönnum, sem voru í þjónustu hans, hina megnustu lítilsvirðingu og ruddaskap. Þetta var þó nokkur áhætta og mikil fórnfýsi, en lýsir óvenju næmum skilningi á því, hve mikils er um það vert að vandað sé uppeldi barna.
Og eftir því sem séð verður, hefir Leopold...

Table of contents

  1. Tónsnillingaþættir
  2. Copyright
  3. Wolfgang Amadé Mozart
  4. Um Tónsnillingaþættir: Mozart