Tónsnillingaþættir: Händel
eBook - ePub

Tónsnillingaþættir: Händel

  1. 5 pages
  2. English
  3. ePUB (mobile friendly)
  4. Available on iOS & Android
eBook - ePub

Tónsnillingaþættir: Händel

About this book

Georg Friedrick Handel fæddist árið 1685 í Halle í Þýskalandi. Faðir Handel kom honum í nám hjá organistanum við dómkirkjuna í Halle, ferill hans sem organisti hófst því þegar hann var enn á grunnskólaaldri. Handel varð að ævintýragjörnum fullorðnum manni sem kom víða við á sinni ævi. Á einungis þremur áratugum tókst honum að semja yfir 40 óperuverk. Hans frægasta verk er óperan Messiah.Serían fjallar um helstu tónsnillinga allt frá árunum 1525-1907. Hún er byggð á skrifum Theodórs Árnasonar sem var íslenskur tónlistarmaður. Fjallað er um líf tónskálda og verk þeirra. Bókin kom fyrst út árið 1966.

Frequently asked questions

Yes, you can cancel anytime from the Subscription tab in your account settings on the Perlego website. Your subscription will stay active until the end of your current billing period. Learn how to cancel your subscription.
At the moment all of our mobile-responsive ePub books are available to download via the app. Most of our PDFs are also available to download and we're working on making the final remaining ones downloadable now. Learn more here.
Perlego offers two plans: Essential and Complete
  • Essential is ideal for learners and professionals who enjoy exploring a wide range of subjects. Access the Essential Library with 800,000+ trusted titles and best-sellers across business, personal growth, and the humanities. Includes unlimited reading time and Standard Read Aloud voice.
  • Complete: Perfect for advanced learners and researchers needing full, unrestricted access. Unlock 1.4M+ books across hundreds of subjects, including academic and specialized titles. The Complete Plan also includes advanced features like Premium Read Aloud and Research Assistant.
Both plans are available with monthly, semester, or annual billing cycles.
We are an online textbook subscription service, where you can get access to an entire online library for less than the price of a single book per month. With over 1 million books across 1000+ topics, we’ve got you covered! Learn more here.
Look out for the read-aloud symbol on your next book to see if you can listen to it. The read-aloud tool reads text aloud for you, highlighting the text as it is being read. You can pause it, speed it up and slow it down. Learn more here.
Yes! You can use the Perlego app on both iOS or Android devices to read anytime, anywhere — even offline. Perfect for commutes or when you’re on the go.
Please note we cannot support devices running on iOS 13 and Android 7 or earlier. Learn more about using the app.
Yes, you can access Tónsnillingaþættir: Händel by Theódór Árnason in PDF and/or ePUB format, as well as other popular books in Media & Performing Arts & Music. We have over one million books available in our catalogue for you to explore.

Information

Georg Friedrich Händel

1685—1759

Á RIÐ 1685 er merkisár í tónlistarsögunni. Það ár fæddust tveir hinna merkustu og mikilvirkustu tónskálda, sem uppi hafa verið, báðir í Þýzkalandi, þeir Bach og Händel. Báðir voru þeir frábærir orgelsnillingar og mikið um það deilt á öllum tímum síðan, hvor þeirra mundi hafa verið snjallari. Báðir voru þeir fádæma miklir eljumenn og létu eftir sig tónsmíðar í hundraðatali. Bach var fyrst og fremst kirkjunnar maður, stranglega Lútherskur og helgaði kirkjunni flestar tónsmíðar sinar. En Händel var heimsins maður og samdi söngleiki og annað því um likt, sem heiminum mátti til gamans verða. Fyrir kirkjuna samdi hann þó lika ódauðleg verk. Báðir settu þeir sér hátt takmark og sintu köllun sinni af alvöru og einlægni og hetjulund. Það var fjarri því, að hægt væri að segja um Händel, að hann væri trúaður maður, eins og Bach, en hann gat þó sagt í fullkominni einlægni, það sem eftir honum er haft: „Ég held, að ég hafi séð fyrir mér alla himnana og drottinn sjálfan.“ Þetta var, þegar hann var að semja hið mikla oratorium „Messías“.
En lífsferill þessara tveggja manna var harla ólíkur.
Bach var jafnan fátækur, þó að hann eða hans fólk liði aldrei beinlínis skort. Hann var tvíkvæntur, kom upp nítján börnum og stundaði skyldustörf sin af kostgæfni, meðan honum entist aldur til, og sjaldan mjög fjarri fæðingarstað sínum.
Händel kvæntist hinsvegar aldrei, hann var æfintýramaður og leitaði sér fjár og frama hvar sem hann hélt að slíkra gæða væri að vænta. Hann græddi of fjár og tapaði því aftur, — varð t. d. tvisvar sinnum gjaldþrota. Hann var tignaður sem konungur, en var þó öðru hvoru hrint af stóli. Bach samdi tónsmíðarnar sjálfum sér til sálarhægðar og fáeinum aðdáendum, en Händel samdi tónsmíðarnar fyrir heiminn og líðandi stund. Og svo er loks þetta, sem líklega hefði átt að nefna fyrst: Bach var kominn af gamalli og þróttmikilli tónlistamanna-ætt, en Händel var í heiminn borinn á heimili, þar sem fólkið vissi ekki hvað tónlist var.
Georg Friedrich Händel var fæddur í Halle í Þýzkalandi, hinn 23. febrúar 1685. Faðir hans, Georg Händel, var ákaflega virðulegur maður. Hann var að visu rakari, en nefndi sig „Chirugus“ eða skurðlækni, og hann komst jafnvel svo hátt upp í mannfélagsstigann, að hann vildi láta titla sig „Furstlich sächsischer und kurfurstlich brandenburgischer Kammerdiener und Leibchirug.“ Það var hvorki meira né minna! Og Georg Händel var í miklu áliti í Halle. Einkum var hann frægur fyrir tvær „læknis“-aðgerðir, sem vel höfðu tekist og ekki var þagað yfir: Hann hafði „læknað“ handlegg á hertoga nokkrum, sem farið hafði úr liði, og fengið það vel borgað og mikið hrós í ofanálag. Og ennfremur hafði hann bjargað manni, sem verið hafði svo ótrúlega óaðgætinn að gleipa borðhníf.
Georg Händel var tvíkvæntur og eignaðist hann Georg Friedrich með seinni konu sinni, Dorotheu Taust, sem v...

Table of contents

  1. Tónsnillingaþættir
  2. Copyright
  3. Georg Friedrich Händel
  4. Um Tónsnillingaþættir: Händel